13.12.2008 | 09:51
Ég.. trúi.. þessu... ekki.
Ég sá videoið af þessu þegar þetta mál var sem mest í fréttum, auk sögunnar á bakvið þetta. Ítrekaðar lygar, kjaftæði og vanhæfni er það sem manni kemur fyrst í huga þegar þetta rifjast upp. Maðurinn er drepinn því hann henti tölvu í gólfið og hélt á heftara. Allir reyna að ljúga af sér sök, mest af því kom í bakið á þeim þegar videoið var gert opinbert. Því er ég ekki að trúa því að niðurstaðan verði að ekki sé við neinn eða neina að sakast. Sérstaklega skemmtilegt að mennirnir sem drápu hann gerðu enga tilraun til að endurlífga hann, algjörlega til fyrirmyndar.
Frétt cnn, viðtal við manninn sem tók videoið:
Videoið sem hann tók, eitt og sér:
Lögreglumenn ekki ákærðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hróðvar Sören
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst líka sérlega skemmtilegt að það er í umræðunni að íslenska lögreglan fái svona "less lethal" vopn. Þegar er sagt að "og vegna slæms líkamlegs ástands hans eftir langvarandi áfengisdrykkju" þá þarf að muna að ALLIR sem eru í lélegu líkamlegu ástandi (með hjartavandamál, t.d.) eru í stórri hættu að deyja strax af þessu apparati. Við hin erum bara í "ásættanlegri" hættu að deyja. Nema að lgrumennirnir misnoti tækin að einhverju leyti. Þá getur ungur karlmaður í toppformi auðveldlega farið í hjartastopp út af þessum pyntingartólum.
ari (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 10:40
Mér finnst líka sérlega skemmtilegt að það er í umræðunni að íslenska lögreglan fái svona "less lethal" vopn. Þegar er sagt "og vegna slæms líkamlegs ástands hans eftir langvarandi áfengisdrykkju" þá þarf að muna að ALLIR sem eru í lélegu líkamlegu ástandi (með hjartavandamál, t.d.) eru í stórri hættu að deyja strax af þessu apparati. Við hin erum bara í "ásættanlegri" hættu að deyja. Nema að lögreglumennirnir misnoti tækin að einhverju leyti. Þá getur ungur karlmaður í toppformi auðveldlega farið í hjartastopp út af þessum pyntingartólum.
<endursendi vegna villna>
ari (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 10:44
Þetta er grátlegt, en þú verður að athuga að það eina sérstaka við þetta atvik er að það náðist á myndband af almennum borgara.
Fjöldi fólks deyr um allan heim vegna þessara viðbjóðslegu vopna, sem kannski eru betri en venjulegar byssur, en þegar þeim er beitt svona frjálslega eins og nú er gert - fólk t.d. teisað fyrir að svindla sér í lest, og það er þá gert til að refsa þeim, ekki til að verjast árás frá þeim.
Kerfið er helsýkt af nwo (new world order) snötum og þeir vilja lénskerfið á ný, millistétt felld niður (kreppan), eftir standa fámenn klíka ofur-auðmanna, svartklæddir böðlar þeirra (með griparafkylfur) og svo 99+% af sárafátækum almúga.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 10:44
Það er bara svo mikil einföldun á þessu einstaka tilfelli að þetta snúist bara um taser. Það er engu líkara en þeir hefðu allt eins getað barið manninn til dauða með berum höndum, slíkur er ruddaskapurinn og samviskuleysið. Úrráðaleysið og vanhæfni starfsfólks flugvallarins, lygarnar.. það er bara svo margt annað en taserinn sem kemur inn í þetta, þó athugasemdin gagnvart tasernum sjálfum eigi hugsanlega alveg rétt á sér.
Hróðvar Sören, 13.12.2008 kl. 11:23
Drullu fullur skemdarvargur frá Póllandi. Fékk bara það sem hann átti skylið! Væri óskandi að svona væri tekið á þessu drullu pakki frá þessum austur Evrópu löndum. Viðbjóðslega svín flestir,enn ekki allir auðvitað
Gunnar (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 17:29
Þú kemur með skemmtilegt sjónarhorn á þetta Gunnar.
Hann var ekki fullur: http://www.ctv.ca/servlet/ArticleNews/story/CTVNews/20071026/airport_death_071026
Hvort hann sé skemdarvargur eða hvort hann hafi átt þetta skylið, því hann sé viðbjóðslega svín eins og þeir flestir, enn ekki allir.. get ég ekki dæmt um með fullri vissu, þar sem ég er ekki vísindamaður með meiru eins og þú Gunnar minn.
Hróðvar Sören, 13.12.2008 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.